Monday 20. July 2020, 15:34
Olísmótið 2020 fer fram á Selfossi 7.-9. ágúst

Nú styttist í að Olísmótið á Selfossi eða Meistaradeild Olís á Selfossi hefjist en mótið fer fram dagana 7.-9. ágúst næstkomandi.

Þetta skemmtilega mót fyrir stráka í 5. flokki er haldið í afar góðu samstarfi við Olíuverzlun Íslands undir merkjum Olís sem tryggir flotta og góða umgjörð um mótið.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Olís-mótinu á Selfossi í ágúst. Nýjustu upplýsingar munu birtast hér á heimasíðunni sem og á fésbókarsíðu mótsins Olís-mótið.

Leikjaplan verður vonandi klárt strax eftir verslunarmannahelgi en spilað verður í að minnsta kosti fjórum styrkleikum.

Vakin er athygli á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi og Brúarhlaupi Selfoss sem fara fram á Selfossi sömu helgi og Olísmótið.