Olísmót 2020

Nú styttist í áætlaðan tíma á Olís mótinu á Selfossi 2020.

Okkur langar að upplýsa ykkur um stöðuna á mótinu okkar eins og staðan er í dag

Á þessum skrítnu tímum höfum við lagt í vinnu með verkfræðing í að skipuleggja knattspyrnumót sumarsins og vallarsvæðið á Selfossi þannig að mótin geti farið fram með öryggi leikmanna, þjálfara og áhorfenda í fyrirrúmi.

Við leggjum mikið upp úr því að halda gæðum á mótinu og upplifun allra sem koma á mótið þó svo að við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu örlítið. Svæðinu okkar verður skipt upp í þrjú stök svæði, hvert með sitt bílastæði, snyrtiaðstöðu, veitingaaðstöðu og aðstöðu fyrir áhorfendur ef þess þarf. Leikmenn spila alla sína leiki innan síns svæðis og viðurkenningar verða veittar að leikjum loknum og því engar óþarfa hópamyndanir á svæðinu. Aðstaða fyrir handþvott og salernis aðstaða verður á öllum svæðum.

Okkur langar að halda okkur við upprunalegar dagssetningu en vitum að það gæti mögulega breyst. Ef við þurfum að færa mótið til munum við senda upplýsingar á öll lið með nýrri dagssetningu eins fljótt og auðið er.

Við stefnum á að senda ykkur öllum annan póst eftir fyrstu vikuna í maí með frekari upplýsingum.

Hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi í sumar