Leikjaplan fyrir hraðmót 2019

Nú er leikjaplanið klárt fyrir Olísmótið 2019, smávægileg breyting verður á uppsetningunni á mótinu í ár miða við s.l. ár.

Núna munum við spila í 5 liða riðlum hjá A, B og C-liðum á hraðmótinu á föstudeginum í stað 4 liða riðlum til að getuskipta fyrir riðlakeppnina. Því munu A, B og C lið spila fjóra 2 x 8 mín leiki í stað þrjá 2 x 10 mín. leiki.

Leikjaplanið í keppni D-lið verður með sama sniði og undanfarin ár.

Olísmót 2019_leikjaniðurröðun Hraðmót uppfært